Hinn 19 ára gamli Andri Ragettli er efnilegur skíðamaður sem meðal annars hefur unnið til bronsverðlauna á Winter X Games. Andri er ekki bara góður á skíðum heldur er hann með sturlað jafnvægi.
Það tók Andra ekki nema 53 tilraunir til að klára þessa þrautabraut án þess að detta en þetta magnaða afrek má sjá í spilaranum hér að neðan.