Kosningavaktin er nýr þáttur á Nútímanum. Í Kosningavaktinni hittir fréttamaðurinn Teitur Gissurarson fólk og frambjóðendur, kíkir á kosningaskrifstofur og tekur púlsinn á forsetakosningunum sem fara fram 25. júní. Horfðu á fyrsta þáttinn hér fyrir ofan.
Í fyrsta þætti fer Teitur í heimsókn á kosningaskrifstofu Davíðs Oddssonar. Þar hitti hann meðal annars rakara Davíðs til 40 ára og spurði hvort klippingin væri ekki komin til ára sinna.
Þegar hann kemur í stólinn hjá þér, biður hann alltaf um Dabba kóng-lúkkið?
Í næsta þætti fer Teitur í heimsókn á kosningaskrifstofu Guðna Th. og kannar meðal annars hvort það séu veganveitingar í boði þar. Horfðu á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan og deildu með vinum þínum.