Þrettán manns hafa boðið sig fram í embætti forseta Íslands en þekkir þjóðin þetta fólk? Elísabet Inga, útsendari Nútímans, fór í Smáralind og kannaði málið. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.
Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson gaf kost á sér í nóvember og Youtube-stjarnan Ari Jósepsson var þá þegar búinn að tilkynna framboð. Athafnamaðurinn Ástþór Magnússon tilkynnti svo um framboð sitt rétt eins og Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur.
Þá hafa Hildur Þórðardóttir, þjóðfræðingur og rithöfundur, Sturla Jónsson vörubílstjóri, Heimir Örn Hólmarsson rafmagnstæknifræðingur og Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur gefið kost á sér.
Á dögunum gáfu svo kost á sér Halla Tómasdóttir athafnakona og Bæring Ólafsson, fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri hjá Coca Cola International, Hrannar Pétursson félagsfræðingur, Guðmundur Franklín viðskiptafræðingur og Guðrún Margrét Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur og einn af stofnendum ABC barnahjálpar.
Kosningarnar fara fram þann 25. júní og forsetaframbjóðendur þurfa að tilkynna um framboð fimm vikum áður, eða 21. maí.
Næst ▶️ Ísabella er 17 ára flugmaður, lærði að fljúga áður en hún lærði að keyra
Lækaðu Facebook-síðu Nútímans myndbanda og þú missir ekki af neinu!