Stígamót stóðu nýlega fyrir óvæntum gjörningi á Lækjartorgi þar sem fólk safnaðist saman fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur og þreif götuna og húsið með tuskum. Í lokin halda þátttakendur uppi blöðum með mismunandi tölum sem eru hluti af gjörningnum.
Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.
„Allt fólkið sem kemur fram á sína sögu. Tölurnar eru tíminn sem leið frá því að ofbeldið byrjaði og þar til þau leituðu sér hjálpar hjá Stígamótum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Nútímann. Tölurnar tákna fjölda ára.
Framundan hjá Stígamótum er öflugt fræðslu- og fjáröflunarátak sem lýkur með söfnunarþætti í opinni dagskrá á Stöð 2 18. nóvember.
Samtökin munu á næstu dögum deila myndböndum þar sem fólkið, sem á það sameiginlegt að hafa fengið aðstoð hjá Stígamótum, deilir sögum sínum.
„Við vildum vera með ýmsar aðgerðir á undan til að vekja athygli á þessu. Meginstefið í þessu átaki verða frásagnir Stígamótafólks,“ segir Guðrún.