Treyjur svissneska landsliðsins rifnuðu bókstaflega utan af leikmönnum liðsins í leiknum gegn Frakklandi á EM í dag. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.
Áhorfendur veltu fyrir sér hvort um væri að ræða úthugsaða aðferð til að sleppa við peysutog eða hvort treyjurnar hafi hreinlega verið pantaðar á Ali Express.
Fyrrihálfleikur #FRASUI í hnotskurn. Puma ekki að gera gott mót #EMÍSLAND pic.twitter.com/gyccCkcr90
— Anna María (@AnnaMaja91) June 19, 2016
Rifnir bolir og nú springur boltinn. Súperman liðin á EM? #FRASUI #EMÍsland
— Birna Anna (@birnaanna) June 19, 2016
Ég myndi ekki vilja skipta á treyju við svissneska liðið. Þetta rifnar um leið. #emisland
— Vidar Brink (@viddibrink) June 19, 2016
Rifnar treyjur og sprunginn bolti og seinni hálfleikur rétt að byrja. Er allt pantað af Ali í dag? #FRASUI #emisland
— Arna Ír Gunnars (@arnairgunn) June 19, 2016
Treyjurnar eru eins og svissneskur ostur… #emisland
— Axel Axelsson (@axelaxxl) June 19, 2016
Eru búningar Sviss gerðir úr smjörpappír? #emísland #alltrifið
— Margrét (@Margrt3) June 19, 2016
Þessar næfurþunnu svissnesku treyjur eru augljóslega úthugsuð taktík til að sleppa undan peysutogi, sbr.: #emisland pic.twitter.com/IJFc7qQ3ii
— Hildur Hjörvar (@hhjorvar) June 19, 2016