Tryllingur Gumma Ben í fræknum sigri Íslands á Austurríki var tekinn fyrir í spjallþætti Stephen Colbert á sjónvarpsstöðinni CBS í gær. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.
Stórkostleg viðbrögð Gumma Ben hafa vakið heimsathygli og verið tekin fyrir í sjónvarpsþáttum víða, hvort sem þættirnir fjalla um fótbolta eða ekki. Þá hafa milljónir séð mark Arnórs Ingva Traustasonar og hlustað á lýsingu Gumma í myndböndum á internetinu.
Stephen Colbert, sem er arftaki David Letterman, byrjaði á því að segja frá sigrinum við mikinn fögnuð áhorfenda — svo mikinn að hann spurði hvort það væru Íslendingar í salnum.
Hann sýndi svo markið og fullvissaði áhorfendur um að það væru ekki úlfar að rífa hann í sig. „Þetta er hamingja,“ sagði Colbert. „Til hamingju, Ísland!“
Hann hvatti svo til þess að Gummi Ben yrði fenginn til að lýsa íþróttum í Bandaríkjunum og sýndi hvernig tryllingur Gumma fær með golfi.
Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.