Auglýsing

Ungur drengur ruddist inn í veðurfréttatíma í beinni útsendingu og spáði prumpi

Svæðið í kringum Jackson í Mississippi-fylki Bandaríkjanna var fullt af prumpi um síðustu helgi, samkvæmt hinum unga Houston, sem ruddist í beina útsendingu veðurfrétta WLBT stöðvarinnar. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Patric Ellis, veðurfréttamaður stöðvarinnar, útskýrði daginn eftir atvikið að stöðin sé með lögfræðingaþátt og að lögfræðingarnir séu gjarnir á að koma með börnin sín með á tökustað. Houston er eitt þeirra barna.

Hann slapp fram hjá hópi starfsfólks og kom sér í beina útsendingu þar sem hann gaf sína veðurspá áður en að pabbi hans truflaði hann í miðri spá.

Myndbandið hér fyrir neðan hefur vakið mikla athygli og talað er um að stöðin ætli sér í kjölfarið að hafa sérstakan krakkafréttaþátt.

https://www.youtube.com/watch?v=myjN5Rb_n94

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing