Það var varla þurrt auga í salnum í útskrift Verslunarskóla Íslands um helgina þegar Vignir Daði Valtýsson flutti lagið Leiðin okkar allra í lok athafnarinnar í Hörpu. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.
Í samtali við DV segir Vignir að lagið hafi verið ótrúlega viðeigandi á þessari stundu. „Það er svo margt í textanum sem endurspeglar þessa óvissu sem fylgir útskriftinni og hvaða leið maður ætlar sér svo að stefna í lífinu,“ segir hann.
Posted by Valtýr Þórisson on Mánudagur, 28. maí 2018