Auglýsing

Vegareiði blómstrar í framkvæmdunum í Reykjavík: „Ætlar þú að nota frekjuakreinina?“

Vegaframkvæmdir í Reykjavík hafa reynt á taugar á margra undanfarnar vikur. Nútíminn skilur vel að ýmislegt þurfi að gera og græja en við höfum einnig samúð með þeim sem láta umferðina fara í taugarnar á sér.

Á dögunum auglýstum við á Twitter eftir fólk sem þjáist af svokallaðri vegareiði (e. road rage)

Við fengum fjölmargar ábendingar og að lokum fékk Nútíminn þá Andra Geir Jónasson og Sindra Rafn Sindrason til að keyra niður Miklubrautina með myndavél í bílnum. Þeir félagar eru reyndar alltaf léttir og settu sig í ákveðnar stellingar fyrir stórskemmtilegt myndband sem eflaust margir tengja við. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Andri Geir skemmtir fylgjendum sínum sem Aggi700 á Snapchat. Spurður hvað fer helst í taugarnar á honum í umferðinni segir hann svarið auðvelt. „Einstaklingur sem treður sér fyrir framan okkur siðprúða fólkið hjá frekjuakreininni fyrir framan 365 miðla,“ segir hann og heldur áfram.

„Ökumenn sem hanga á vinstri akrein og stöðva þar með allt dýnamískt flæði á götunni er fólk sem ég hef aldrei skilið. Ég hef einnig gjarnan ranghvolft augunum þegar hinn erlendi ferðamaður tekur allt í einu upp á því að skapa blússandi hættu á þjóðvegi 1 þegar honum dettur allt í einu í hug, á 90 km hraða að stöðva út í kanti og taka ljósmynd af íslenskri þúfu.“

Andri segist reyndar oftast vera rólegur í umferðinni og að vegareiðin hafi í raun byrjað í léttu gríni á Snapchat. „Sem þróaðist svo seinna meir út í króníska, óheflaða umferðarreiði sem hefur heltekið mig allan,“ segir hann léttur.

Snapchat grínið entist ekki mjög lengi þar sem um ólöglegt athæfi er að ræða, enda hætti ég því umsvifalaust og því þróaðist þetta út í einmannaleg reiðisköst sem kveiknuðu í bílnum og fengu aldrei að blómstra.

Horfðu á Andra og Sindra í umferðinni hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing