Auglýsing

„Við bætum upp veikleika hvors annars og ýtum undir styrkleika hvors annars“

Hjónin Ragnhildur Ágústsdóttir og Júlíus Ingi Jónsson vinna því að setja upp sýninguna Icelandic Lava Show í Reykjavík þar sem hraun verður brætt og látið renna inn í sýningarsal og yfir ís með tilheyrandi sjónarspili.

Nútíminn fylgist með þátttöku þeirra í Startup Reykjavík en Icelandic Lava Show var ein af tíu hugmyndum sem valdar voru í keppnina í ár. Horfðu á annan þáttinn í fjögurra þátta seríu hér fyrir ofan.

Hér er fyrsti þáttur: „Það verður rennandi hraun í Reykjavík“

Í þættinum fylgjumst við með Ragnhildi og Júlíusi á Popup & Pitch kynningu. Tvær slíkar fara fram í Startup Reykjavík og fimm teymi kynna hugmyndina sína í hvert skipti. Fyrsti þátturinn var sýndur í síðustu viku. Þú finnur hann hér.

Þættirnir eru framleiddir í samstarfi við Arion banka sem er eigandi tveggja viðskiptahraðla á Íslandi, Startup Reykjavík og Startup Energy Reykjavík. Arion banki hefur fjárfest í yfir 70 íslenskum sprotafyrirtækjum í gegnum viðskiptahraðlana tvo.

Hugmyndirnar í Startup Reykjavík eru afar fjölbreyttar — allt frá byltingarkenndum aðferðum við nýtingu á stofnfrumum til tölvuleikja og súkkulaðiframleiðslu. Kynntu þér málið á vef keppninnar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing