Ótrúlegur fjöldi ökumanna er upptekinn í símanum við akstur. Við komumst að því þegar við fórum út að njósna um ökumenn í Reykjavík. Við vorum ekki lengi úti en gripum engu að síður fjölmarga ökumenn glóðvolga. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.
Næsta myndband ▶️ Þekkir þjóðin ekki forsetaframbjóðendurna?
Engin íslensk tölfræði er til yfir hlutfall slysa sem verða vegna farsímanotkunar undir stýri en samkvæmt nýlegum breskum rannsóknum (National Safety Council) verður fjórða hvert umferðarslys vegna farsímanotkunar. Þetta kom fram í Fréttatímanum.
Lækaðu Facebook-síðu Nútímans myndbanda og þú missir ekki af neinu!