Auglýsing

Við hittum rapparann GKR og gáfum honum að sjálfsögðu morgunmat

Rapparinn GKR hefur slegið í gegn með lagi sínu Morgunmatur. Hann sendi frá sér myndband við lagið í október sem hefur farið víða, enda stórskemmtilegt. Steinar Ingi Kolbeins, útsendari Nútímans, hitti GKR í vikunni og bauð honum upp á morgunmat.

Sjá einnig: Við þurfum að tala um sjónvarp Nútímans

Þeir áttu gott spjall um allt og ekkert sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Hann sagði meðal annars frá hvernig smellurinn Morgunmatur varð til, hvaðan nafnið GKR kemur og upplýsti hvað uppáhalds morgunkornið hans er.

Náið GKR á Airwaves á Húrra á sunnudaginn klukkan 21.40. Hann verður svo off venue á eftirfarandi stöðum:

Bíó Paradís – fimmtudagur klukkan 18.
Íslenzki Barinn – laugardagur klukkan 15.30.
Laundromat Café – laugardagur klukkan 16.30.
Prikið – laugardagur eftir miðnætti.

Nútíminn gerði á dögunum samstarfssamning við framleiðslufyrirtækið Skot um framleiðslu á myndböndum. Þetta er því aðeins byrjunin. Á næstunni birtum við miklu fleiri myndbönd um hvað sem er. Við erum rétt að byrja — fylgist með!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing