Þjóðhátíðarlagið í ár var samið af tónlistarmanninum Halldóri Gunnari Pálssyni, kórstjóra Fjallabræðra. Sverrir Bergmann og Friðrik Dór syngja lagið sem verður flutt af nýrri hljómsveit Hallrós og Sverris, Albatross.
Nútíminn kíkti í hljóðverið þar sem verið var að leggja lokahönd á lagið en myndbandið verður frumsýnt á morgun. Kristín Pétursdóttir, útsendari Nútímans, ræddi við Halldór, Sverri og Frikka og náði að plata þá til að leyfa okkur að heyra fyrstu sekúndurnar úr laginu.
Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.