Sextán prósent munur er á væntingum kynjanna til launa og konur þurfa að sparka í rassinn á hvor annarri. Þetta segir Karen Ósk Gylfadóttir en hún flytur erindi á fundinum Ljónin úr veginum á Hótel Nordica í dag.
„Við teljum að lykillinn að því að ná fram jafnrétti og yfirstíga þessar hindranir sé að efla ungar konur og draga karla inn í umræðuna. Til að stuðla að breytingu þarf að taka þátt í henni,“ segir Karen en hún starfar sem sölu- og þjónustustjóri verslana Nova.
Markmiðið hjá okkur er að allar konur í okkar félagsskap taki strák með sér á fundinn — þetta er tvíkynja og tvíhliða samtal. Þannig náum við fram breytingum.
Horfðu á viðtalið við Karen hér fyrir ofan.
Íslandsbanki og Ungar athafnakonur standa fyrir fundinum sem er haldinn í framhaldi af vel heppnuðum fundi síðasta haust þar sem fjallað var um Ljónin í veginum og þær hindranir sem mæta ungum konum þegar þær stíga sín fyrstu skref í atvinnulífinu.
Haldið verður áfram á sömu nótum í dag og ungir stjórnendur ræða reynslu sína og að hverju þurfi að huga til að setja saman fjölbreyttan mannauð.
Nánari upplýsingar má finna hér. Frítt er á fundinn sem hefst klukkan 17 en takmörkuð sæti eru í boði og því nauðsynlegt að skrá sig hér.