Ákvörðun KSÍ, að hafna tilboði EA Sports um að íslenska karlalandsliðið í fótbolta verði með í FIFA 17 hefur vakið athygli um allan heim. Hingað til hefur hins vegar enginn leitað viðbragða hjá hópnum sem ákvörðunin hefur mest áhrif á: íslenska krakka. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.
Sjá einnig: Tölvuleikjaframleiðandinn EA Sports tjáir sig ekki um ákvörðun KSÍ að vera ekki með í FIFA 17
Nútíminn kíkti í grunnskóla í Reykjavík í vikunni og kannaði viðbrögðin. „Mér finnst þetta hræðilegt — algjör skandall!“ sagði ákveðinn ungur maður sem vildi meina að ein milljón væri alveg nógu há upphæð fyrir leyfið.
„Fyrst við komumst í átta liða úrslit, þá ættum við að vera með,“ sagði önnur og það er ljóst að þau voru alveg með málið á hreinu. „Þetta var ótrúlega gráðugt hjá KSÍ,“ sagði einn vonsvikinn og annar bætti við: „Menn eru búnir að bíða spenntir eftir Íslandi en svo heyrum við að við verðum ekki með.“
Tveir ungir menn boðuðu svo til mótmæla — ef einhverjir eru til í að fara með þeim.