Auglýsing

Örskýring: 10 þúsund manns í verkfalli

Um hvað snýst málið?

Verk­fall Starfs­greina­sam­bands­ins hófst á há­degi og stendur til miðnætt­is. Ekki náðist að semja á samn­inga­fundi Starfs­greina­sam­bands­ins og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins í morg­un.

Hvað er búið að gerast?

Aðalkrafa Starfsgreinasambandsins er að laun taki krónutöluhækkunum og miðað sé við að lægsti taxti verði 300.000 krónur innan þriggja ára.

Hlestu kröfur eru:

  • Að laga launatöfluna þannig að fólk njóti þess að hafa unnið lengur eða hafi sótt sér fræðslu og menntunar.
  • Að hækka laun sérstaklega í útflutningsgreinum.
  • Að vaktaálög verði endurskoðuð og fyrirtæki þurfi að uppfylla körfur til að mega greiða eftir vaktaálagi en ekki dag- og yfirvinnu.
  • Að desember- og orlofsuppbætur hækki.

Rúmlega tíu þúsund manns eru í verkfalli. Verkfallið tekur til launafólks á almennum vinnumarkaði utan höfuðborgarsvæðisins.

Stærsti hlutin er af matvælasviði, svo í þjónustugreinum, iðnaði, bygginga- og mannvirkjagerð og loks farartækja- og flutningsgreinum.

Hvað gerist næst? 

Næsti samningafund­ur hef­ur verið boðaður á þriðju­dag.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing