Auglýsing

Örskýring: 17. júní

Um hvað snýst málið?

Íslenski þjóðhátíðardagurinn er haldinn hátíðlegur 17. júní. Þessum degi skal ekki rugla saman við Þjóðhátíð í Eyjum sem er haldin um verslunarmannahelgina.

Hvað er búið að gerast?

17. júní var fæðingardagur Jóns Sigurðssonar. Hann var oft nefndur Jón forseti og var helsti leiðtogi Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld.

Hann er einnig þekktur sem náunginn á 500 kallinum.

Einn mikilvægasti atburður í baráttu Íslendinga fyrir sjálfstæði var á þjóðfundi árið 1851. Danir ætluðu að setja Íslendingum nýja stjórnskipun þar sem lítið tillit var tekið til óska þeirra.

Jón Sigurðsson og félagar lögðu þá fram annað frumvarp sem konungsfulltrúanum líkaði ekki við og hann sleit því fundi. Jón Sigurðsson mótmælti þá og flestir fundarmenn risu úr sætum og sögðu: „Vér mótmælum allir!“

Fæðingardags Jóns Sigurðssonar var fyrst minnst með opinberum samkomum árið 1907 en fyrst var haldinn almennur þjóðminningardagur á aldarafmæli hans 17. júní 1911.

Árið 1944 var 17. júní valinn stofndagur lýðveldisins. Hann hefur síðan þá verið opinber þjóðhátíðardagur og almennur frídagur.

Hvað gerist næst?

Svo komu blöðrur og pylsur til sögunnar. Við þekkjum það.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing