Auglýsing

Örskýring: 176 ungir skátar fluttir frá Úlfljótsvatni vegna alvarlegra veikinda

Um hvað snýst málið?

176 erlendir skátar voru fluttir í fjöldahjálparstöð í grunnskólanum í Hveragerði í gærkvöldi í nótt eftir að þeir veiktust í Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni. Um er að ræða einhverja umfangsmestu sjúkraflutninga sem upp hafa komið hér á landi. Vísir.is greindi frá þessu seint í gærkvöldi.

Hvað er búið að gerast?

Á Vísi kemur fram að grunur leiki á að um nórósýkingu sé að ræða.

Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands til fjölmiðla á þriðja tímanum í nótt kemur fram að kallað hafi verið eftir aðstoð HSU á níunda tímanum í gærkvöldi. Læknir og sjúkraflutningalið frá HSU voru send á vettvang til að kanna aðstæður en í búðunum dvöldu um 175 manns, að mestu börn og ungmenni á aldrinum 10-25 ára sem eru erlendir gestir hérlendis.

Á miðnætti kom í ljós að ríflega 55 börn í hópnum væru veik með magakveisu. Var ákveðið í samráði viðbragðsaðila á Suðurlandi að opna fjöldahjálparstöð vegna sýkingarinnar.

Hvað gerist næst?

Styrm­ir Sig­urðsson, yf­ir­maður sjúkra­flutn­inga á Suður­landi, í sam­tali við mbl.is að ákvarðanir um framhaldið verði teknar þegar líða tekur á daginn.

Þá mun framkvæmdastjórn HSU meta ástandið á hverjum tíma og kallar út liðsauka vegna hinna veiku ef þörf krefur. Ef ástandið versnar mikið og allir veikjast alvarlega verða sjúklingar fluttir til einangrunar og meðferðar á sjúkrahúsi.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing