Auglýsing

Örskýring: Að missa svefn yfir þriðja orkupakkanum

Um hvað snýst málið?
Í apríl lagði ríkisstjórnin fram þingsályktunartillögu um samþykkt þriðja orkupakkans til umræðu á Alþingi. Þriðji orkupakkinn felur í sér að Ísland tekur upp reglur Evrópusambandsins um flutning á raforku- og gasi á milli landa innan hins sameiginlega orkumarkaðar ESB, og stofnun evrópskrar eftirlitsstofnunar um orkumarkaðinn. Til að einfalda málið þá hefur verið birt tilkynning á vef stjórnarráðsins sem útskýrir þetta í 29 liðum.

Hvað er búið að gerast?
Lengsta umræða Íslandssögunnar hefur farið fram á Alþingi, og hafa þingfundir staðið yfir nánast allan sólarhringinn síðustu vikur. Eflaust hafa margir vakað fram á nótt til að fylgjast með útsendingum frá umræðunum, eða þá legið andvaka af áhyggjum yfir þessu máli. Fjölmargir alþingismenn hafa alls ekkert sofið undanfarnar vikur.
Um helmingur þjóðarinnar er á móti samþykkt þriðja orkupakkans samkvæmt skoðanakönnunum, en jafnframt hefur rúmlega helmingur þjóðarinnar kynnt sér orkupakkann illa eða ekkert. Margir virðast því vera á móti málinu án þess að vita af hverju. Stór hluti fólks veit hreinlega ekki hvort það er með eða á móti þriðja orkupakkanum. Það er ekki furða að fólk missi svefn út af þessu máli.

Hvað gerist næst?
Afgreiðslu þriðja orkupakkans hefur nú verið frestað fram að mánaðamótum ágúst-september. Flestir munu eflaust fagna því að geta sofið aftur og geta notað sumarfríið í að kynna sér þriðja orkupakkann niður í smáatriði fyrir haustið. Svo styttist víst í fjórða orkupakkann….

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing