Auglýsing

Örskýring: Af hverju eru allir að tala um Hannes Hólmstein Gissurarson?

Um hvað snýst málið?

Morgunblaðinu var dreift í öll hús í dag. Í blaðinu er að finna fjögurra blaðsíðna grein eftir stjórnmálafræðiprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson þar sem hann rekur stjórnartíð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins.

Yfirskrift greinarinnar er „Tímamótin 1991“ en hún er skreytt með sjö ljósmyndum af Davíð við ýmis tækifæri. Árið 1991 tók Viðeyjarstjórnin svokallaða við stjórnartaumunum á Íslandi.

Hvað er búið að gerast?

Á samfélagsmiðlum hefur fólk furðað sig á skrifum Hannesar enda sjaldgjæft að greinar, sem fjalla með þessum hætti um ritstjórnarmeðlimi, séu birtar.

Í greininni skrifar Hannes meðal annars að árið 1991 hafi ekki verið sjónvarp á fimmtudögum og ekki í júlí. Þá skrifar hann að bjór hafi verið bannaður, að mjólk hafi verið seld í sérstökum búðum og að epli hafi aðeins fengist á jólunum. „Davíð Oddsson og þeir, sem með honum störfuðu í ríkisstjórn, voru ráðnir til að breyta um stefnu,“ skrifar Hannes.

Á Facebook-síðu sinni bendir fréttamaðurinn Óðinn Jónsson á söguskýring Hannesar standist ekki skoðun. „Meira að segja er látið að því liggja að Davíð hafi breytt hinu og þessu, sem þó búið var að breyta, eins og mjólk í almennum verslunum í Reykjavík 1977, sjónvarp í júlí 1983, sjónvarp á fimmtudögum 1987, bjórinn 1989,“ segir hann.

Hvað gerist næst?

Á Twitter er grínast með greinina og myllumerkið #segirHannes notað til að halda utan um umræðuna.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing