Auglýsing

Örskýring: Af hverju eru allir brjálaðir yfir þessum búvörusamningunum?

Um hvað snýst málið?

Alþingi samþykkti lög um búvörur á mánudag. Málið hefur verið umdeilt, annars vegar vegna þess stór hluti minnihlutans sat hjá við atkvæðagreiðsluna og hins vegar vegna innihalds samningsins.

Hvað er búið að gerast?

Fyrr á þessu ári var skrifað undir búvörusamninga sem gilda í tíu ár. Ríkið mun greiða bændum 132 milljarða á þessum tíma.

Nítján þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, allir úr stjórnarflokkunum. Þingmenn Bjartrar framtíðar og Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sögðu nei.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu ýmist hjá eða voru ekki við atkvæðagreiðsluna og hefur það verið gagnrýnt. Kapteinn Pírata sagði þingmenn flokksins eiga erfitt með að sækja alla nefndarfundi þar sem þau eru fá. Það geri þeim erfitt fyrir að greiða atkvæði út frá sannfæringu sinni.

Hvað gerist næst?

Rúmlega þrjú þúsund manns hafa skorað á Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, að staðfesta ekki lögin og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hópurinn segir ótækt að binda hendur þings og þjóðar næstu tíu árin.

„Að auki virðist það skýrt að lögin koma sér aðeins vel fyrir hluta bænda og minni hagsmunaaðila og verja fyrst og fremst stöðu milliliðanna í framleiðsluferlinu almenningi í landinu til verulegs kostnaðarauka,“ segir á undirskriftasíðunni.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing