Um hvað snýst málið?
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, sagði Agli Einarssyni, útvarpsmanni og einkaþjálfara, að fokka sér á Twitter í dag.
Hvað er búið að gerast?
Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gaf dóttur sinni brjóst á meðan hún flutti ræðu á Alþingi í gær. Hún kvaddi sér hljóðs í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin.
Atvikið hefur vakið gríðarlega mikla athygli, hér á landi og erlendis. Fjölmargir hafa tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum og hefur meðal annars verið fjallað um fegurð atviksins.
Unnur Brá með barnið sitt á brjósti í pontu á Alþingi er það fallegasta sem þú munt sjá í dag. pic.twitter.com/ZxIZRzskCD
— Ingileif Fridriks (@ingileiff) October 12, 2016
Óskar tísti um málið í gær og endaði mál sitt í hæðnistón. Fannst honum atvikið ekki jafn fallegt vegna þess sem Unnur var að ræða. „Frumvarpið sem Unnur Brá talaði fyrir í dag (með barnið á brjósti) snýst um að vísa útlendingum hraðar úr landi. En ógeðslega krúttlegt,“ skrifaði hann.
Frumvarpið sem Unnur Brá talaði fyrir í dag (með barnið á brjósti) snýst um að vísa útlendingum hraðar úr landi. En ógeðslega krúttlegt.
— Óskar Steinn ?️???? (@oskasteinn) October 12, 2016
Egill svaraði Óskari og spurði hann hvort hann gæti gefið út lista fyrir konur þannig að þær geti séð hvað þær mega ræða þegar þær gefa brjóst.
Kæri Samfylkinga-Óskar. Gætirðu mögulega gefið út topic-lista fyrir konur þar sem þær geta séð hvað þær mega ræða þegar þær gefa brjóst? https://t.co/ZfvMIRIJgC
— Egill Einarsson (@EgillGillz) October 13, 2016
Óskar svaraði þá Agli: „Þú hefur kallað nafngreindar konur ógeðslegar, geðsjúkar portkonur og hvatt til nauðgana á þeim. Svo fokkaðu þér.“
Þú hefur kallað nafngreindar konur ógeðslegar, geðsjúkar portkonur og hvatt til nauðgana á þeim. Svo fokkaðu þér. https://t.co/v5OP8i3bQV
— Óskar Steinn ?️???? (@oskasteinn) October 13, 2016
DV ræddi við Egil um málið og sagði hann dapurlegt að Óskar finni brjóstagjöf Unnar allt til foráttu. Sagðist hann óttast um framtíð Samfylkingarinnar þar sem Óskar væri ritari flokksins.
Óskar baðst síðar afsökunar á ummælum sínum.
Gekk of langt áðan. Blöskraði að mesti andfeministi landsins væri að gera sig að talsmanni kvenréttinda. Biðst afsökunar á orðum mínum.
— Óskar Steinn ?️???? (@oskasteinn) October 13, 2016
Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.