Auglýsing

Örskýring: Afhverju eru áhrifavaldar í fýlu við Neytendastofu?

Um hvað snýst málið?

Neytendastofa bannaði tveimur bloggurum Trendnet.is, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar í bloggfærslum sínum.

Hvað er búið að gerast?

Bannið kom í kjölfar bloggfærslna þar sem Canon myndavélar sem þær fengu í gjöf frá Origo eru lofaðar. Neytendastofa gerði athugasemd við það að engin þessara færslna hafi verið merkt sem auglýsing eða það tekið fram með öðrum hætti að færslurnar væru gerðar í viðskiptalegum tilgangi.

Svana og Fanney sögðu báðar í skriflegu svari sínu til Neytendastofu að þær hefðu ekki fengið borgaða krónu frá Origo og að í færslunum hefði alltaf komið skýrt fram að myndavélin hafi verið gjöf.

Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri Neytendaréttarsviðs Neytendastofunnar, segir í samtali við Fréttablaðið að enginn munur sé á gjöf eða greiðslu.

Elísabet Gunnarsdóttir, ein af stofnendum Trendnet.is tók upp hanskann fyrir Svönu og Fanneyju í bloggfærslu í gær. Hún kallar eftir skýrari reglum frá Neytendastofu en segir að þar á bæ sé lítill samstarfsvilji.

Þórdís Valsdóttir lögfræðingur segir frá því í færslu á Facebook að í gær hafi rignt yfir hana svívirðingum vegna ábendinga sem hún sendi til Neytendastofu. Hún segir að hún hafi einfaldlega verið að segja stjórnvöldum frá því að lögbrot hafi verið framin.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing