Auglýsing

Örskýring: Borgin bannar stórar rútur í miðbænum

Um hvað snýst málið?

Reykjavíkurborg hyggst banna stórar rútúr í miðbænum. Dagur B. Eggertsson tilkynnti þetta á Instagram og lét þessa mynd fylgja með sem sýnir tillögu um staðsetningu svokölluðum sleppistæðum fyrir ferðamenn.

Hvað er búið að gerast?

Umferð allra bíla sem eru meira en átta metra langir verður takmörkuð. Þetta gildir um mest allt miðborgarsvæðið.

Dagur B. Eggertsson segir í samtali við RÚV að það sé býsna góð samstaða milli borgaryfirvalda og lögreglunnar í þessu. Þá segir hann að ferðaþjónustan hafi einnig fullan skilning á því að nauðsynlegt sé að taka á vandamálum sem fylgi stórum rútum í miðbænum.

Hvað gerist næst?

Engin dagsetning er komin á bannið. Beðið er eftir að lögreglustjóri staðfesti reglurnar og borgarstjóri vonast til þess að fá samþykki á næstunni.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing