Auglýsing

Örskýring: Borgun greiðir 800 milljónir í arð

Um hvað snýst málið?

Ákveðið var að greiða hluthöfum Borgunar hf. 800 milljónir króna í arð vegna reksturs fyrirtækisins í fyrra á aðalfundi fyrirtækisins í febrúar. Þetta kemur fram á Kjarnanum.

Hvað er búið að gerast?

Í fyrra seldi Landsbankinn 31,2 prósent hlut sinn í Borgun fyrir 2,2 milljarða króna til Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf., sem stofnað var skömmum fyrir kaupin á hlutnum. Tæplega 250 milljónir króna koma í hlut nýrra hluthafa.

Landsbankinn er í 98 prósent eigu íslenska ríkisins. Eignin var ekki auglýst og öðrum áhugasömum kaupendum var ekki gefið tækifæri til að bjóða í hana.

Samkvæmt Kjarnanum var aðdragandi kaupanna þannig að Magnús Magnússon og stjórnendur Borgunar, sem eru á meðal nýrra eigenda, áttu hugmyndina að kaupunum og viðruðu hana við stjórnendur Landsbankans. Hópurinn fékk svo að kaupa hlutinn í Borgun.

Kjarninn greindi einnig frá því að sterkar vísbendingar séu um að kaupverðið hafi verið of lágt.

Hvað gerist næst? 

Það er góð spurning. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir á Facebook-síðu sinni að þetta sýni hvers konar „reginhneyksli“ salan á Borgun var – sala á eignarhlutum ríkisisins eigi aldrei að eiga sér stað í leyni.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing