Auglýsing

Örskýring: Danskur auðkýfingur grunaður um að hafa banað sænskri blaðakonu

Um hvað snýst málið?

Danski auðkýfingurinn Peter Madsen var handtekinn á laugardag grunaður um manndráp af gáleysi eftir að kafbáturinn UC3 Nau­tilus sökk á föstudag. Hann neitar því að hafa banað sænsku blaðakonunni Kim Wall sem fór með honum í jómfrúarferð kafbátsins.

Hvað er búið að gerast?

Kim Wall hefur ekki sést frá því á fimmtudaginn í síðustu viku. Hún ætlaði að skrifa um fyrstu siglingu kafbátsins sem Peter smíðaði og er stærsti kafbátur í einkaeigu í heimi.

Kærasti Kim tilkynnti hvarf hennar þegar hún skilaði sér ekki úr ferðinni. Haft var samband við Peter sem sagðist vera á leiðinni til hafnar og var honum bjargað þegar kafbáturinn sökk í Køgesundi á föstudaginn. Hann hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald.

Samkvæmt sænskum fjölmiðlum hefur Peter gefið lögreglu fleiri en eina útskýringu á hvarfi Kim. Hann hefur meðal annars sagst hafa hleypt Kim í land í Kaupmannahöfn á fimmtudagskvöldi.

Þá kemur fram að lögreglu gruni að bátnum hafi verið sökkt.

Hvað gerist næst?

Búið er að leita að Kim í kafbátnum en hún fannst ekki þar. Leitinni verður haldið áfram í dag á stóru svæði sem nær yfir lögsögu Svíþjóðar og Danmerkur.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing