Um hvað snýst málið?
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur synjað kröfu Glitnis HoldCo um að staðfest yrði með dómi lögbann sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setti á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík media í október á síðasta ári.
Hvað er búið að gerast?
Glitnir hrundi með bankakerfinu á Íslandi í október árið 2008.
Stundin hóf að fjalla um gögnin innan úr Glitni í samstarfi við Rekjavík Media og The Guardian í byrjun október. Umfjöllunin sneri að viðskiptum Bjarna Bendiktssonar, Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna, og Einar Sveinsson, föðurbróður hans.
Á meðal þess sem fjallað hefur verið um er 50 milljóna króna kúlulánaskuld sem Bjarni losnaði við í aðdraganda hrunsins og skuld vegna áhættuviðskipta sem faðir Bjarna greiddi upp fyrir hann.
Þrotabú bankans krafðist lögbanns á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media sem byggður á gögnum sem lekið var til breska dagblaðsins The Guardian. Sýslumaður féllst á bannið og því máttu fjölmiðlarnir ekki birta fleiri fréttir úr gögnunum.
Í tilkynningu frá þrotabúi Glitnis kom fram að lögbannskrafan byggi á því að ástæða hafi verið til þess að ætla að viðkvæm gögn um þúsundir viðskiptavina væru í höndum Stundarinnar.
Hvað gerist næst?
Lögbannið verður áfram í gildi þangað til áfrýjunarfrestur rennur út eftir þrjár vikur. Ef Glitnir áfrýjar gildir lögbannið þangað til dómur fellur í því máli.
Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.