Auglýsing

Örskýring: Eru ný útlendingalög að fara að tortíma Íslandi?

Um hvað snýst málið?

Íslenska þjóðfylkingin mótmælti nýjum útlendingalögum á Austurvelli á mánudag. Í samantekt um lögin á vef Alþingis kemur fram að tilgangur þeirra sé að tryggja mannúðlega og skilvirka meðferð stjórnvalda í málefnum útlendinga hér á landi.

Hvað er búið að gerast?

Meðlimir Íslensku þjóðfylkingarinnar hafa tekið undir málflutning Jóns Magnússonar lögmanns sem sagði í Sprengisandi í Bylgjunni í júní að með nýjum lögum „missum við gjörsamlega tök og stjórn á landamærum þessa lands.“

Ekkert sem bendir til þess er hins vegar að finna í breytingunum á útlendingalögum sem mótmælin snerust um. Í lögunum frá 2002 er hins vegar að finna kafla um landamæraeftirlit, dvalarleyfi flóttafólks ásamt skilgreiningu á flóttamannahugtakinu.

Þau sem leggjast gegn lögunum hafa lýst yfir áhyggjum af því að þar sé ekkert fjallað um öryggi ríkisins. Í nýju lögunum er hins vegar sérstakur kafli sem fjallar um öryggi ríkisins.

Í samantekt um breytingarnar á útlendingalögunum á vef Alþingis kemur fram að þær eigi að stuðla að aukinni þjónustu við útlendinga, sérstaklega umsækjendur um alþjóðlega vernd, erlenda sérfræðinga, námsmenn og rannsakendur.

Sérstök áhersla var lögð á að bæta réttarstöðu barna, sérstaklega fylgdarlausra barna, sem sækja um vernd hér á landi.

Hvað gerist næst?

Ný útlendingalög voru samþykkt í júní og taka gildi 1. janúar 2017. Engar líkur eru á því að þau tortími Íslandi.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing