Auglýsing

Örskýring: Flugvöllurinn í eða úr Vatnsmýri

Um hvað snýst málið?

Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins.

Frumvarpið var lagt fram í kjölfarið á því að breytingar á deiliskipulagi á Hlíðarenda voru samþykktar í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í vikunni. Þingmenn úr Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki gagnrýndu breytingarnar.

Hvað er búið að gerast?

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra styður ekki frumvarpið. Í viðtali á RÚV segist hún ekki taka ekki undir gagnrýni þingmanna:

Það er verkefni sem borgin var fyrir löngu búin að ákveða. Þeir eru að formgera það með ákveðnum hætti í formi framkvæmdaleyfis. Ríkið getur ekki farið inn í það.

Á vef Kjarnans er því velt upp að frumvarpið um flugvöllinn sé lagt fram til að kæfa niður óánægjuraddirnar sem munu að öllum líkindum koma fram þegar niðurstöðurnar úr leiðréttingaraðgerð stjórnvalda verða kynntar á mánudag.

Hvað gerist næst?

Frumvarp þingmanna Framsóknar fer sína leið á þingi.

Í nýju aðalskipulagi sem var samþykkt í lok síðasta árs er gert ráð fyrir að flugvellinum í Vatnsmýrinni lokað árið 2030. Þá á suður-norður flugbraut Reykjavíkurflugvallar að loka árið 2022 og uppbygging byggðar að hefjast.

Nefnd­ und­ir stjórn Rögnu Árna­dótt­ur, fyrr­ver­andi ráðherra, mótar framtíðar­til­lög­ur um flug­völl­inn í Reykja­vík og skil­ar af sér niður­stöðum í lok árs.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing