Auglýsing

Örskýring: Forsetinn bíður með að úthluta stjórnarmyndunarumboðinu eftir að Katrín skilaði því

Um hvað snýst málið?

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði í morgun stjórmarmyndunarumboði sínu til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands.

Guðni sagðist í kjölfarið ætla að bíða með að afhenda öðrum flokki umboðið.

Hvað er búið að gerast?

Formenn tveggja af þeim sjö flokkum sem eiga sæti á Alþingi hafa fengið umboð til stjórnarmyndunar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín.

Bjarni reyndi að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokss, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Katrín reyndi að mynda ríkisstjórn Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar.

Bæði slitu þau viðræðunum og skiluðu stjórnarmyndunarumboðinu.

Guðni ákvað því næst að bíða með að afhenda umboðið.

Við ákvörðunina leit hann bæði til þess hvernig viðræður um stjórnarmyndun hafa þróast og þess sem kom fram í samtölum hans við formenn og fulltrúa flokkanna sem eiga sæti á Alþingi í morgun.

Guðni segir að skynsamlegast sé að forystufólk flokkanna á þingi kanni óformlega næstu daga hvernig samstarf sé mögulegt og sagði slíkar viðræður þegar hafnar.

Hvað gerist næst?

 Guðni sagðist vongóður um að hægt væri að stíga næstu skref í stjórnarmyndun um helgina eða næstu daga. Hann sagði þó jafnframt að hann gæti ekki lofað því.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing