Auglýsing

Örskýring: Forsetinn skiptir um skoðun

Um hvað snýst málið?

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst hitta Tinnu Brynjólfsdóttur á skrifstofu forseta við Sóleyjargötu í Reykjavík í dag. Þetta kemur fram á Vísi. Guðni hafði áður hafnað því að hitta Tinnu.

Hvað er búið að gerast?

Tinna er eiginkona Magnúsar Arnar Arngrímssonar sem hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti í BK-málinu svokallaða í desember 2015. Hann fékk einnig tveggja ára fangelsisdóm í Aurum-málinu í héraðsdómi í nóvember í fyrra.

Í grein sem var birt á Vísi í gær sagði hún frá samskiptum sínum við Guðna. Hún óskaði eftir að fá að spjalla við Guðna um alvarleg mannréttindabrot og spillingu af hálfu hins opinbera. „Ég er löngu orðin ráðþrota og því leita ég til þín,“ sagði hún.

Guðni hafnaði fundarboði Tinnu með þeim rökum að sér væri ekki heimilt að hlutast til um málefni einstaklinga sem telja á sér brotið í stjórnkerfinu. „Miðað við beiðni þína sé ég þess vegna ekki að fundur myndi verða skynsamlegur eða skila miklu. „Miðað við beiðni þína sé ég þess vegna ekki að fundur myndi verða skynsamlegur eða skila miklu,“ sagði hann í svari sínu sem Tinna birtir í grein sinni.

Tinna gagnrýndi Guðna í grein sinni og sagði að sér finndist að forseti Íslands ætti ekki að „skauta fram hjá mikilvægum málum af því þau henta honum ekki.“

Í kjölfarið birti Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar sem var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Hæstarétti í Al Thani-málinu í febrúar 2015, grein á Vísi þar sem hún tók undir sjónarmið Tinnu.

Í dag greinir Vísir frá því að Guðni hafi skipt um skoðun.

Hvað gerist næst?

Samkvæmt Vísi þáði Tinna boðið og hyggst hitta Guðna síðdegis í dag.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing