Auglýsing

Örskýring: Guðmundar- og Geirfinnsmálið útskýrt

Um hvað snýst málið?

Hæstiréttur hefur sýknað þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974.

Hvað er búið að gerast?

Guðmundar- og Geirfinnsmálið er viðamikið sakamál, kennt við Geirfinn Einarsson og Guðmund Einarsson. Þeir tengjast ekki þrátt fyrir að bera sama föðurnafn. Það eina sem tengir þá saman eru sakborningar málsins.

Árið 1980 voru sex ung­menni dæmd til fang­els­is­vistar fyrir að hafa orðið tveimur mönnum að bana.

Lík mann­anna hafa aldrei fund­ist og byggð­ist dóm­ur­inn því á öðrum sönn­un­ar­gögn­um, meðal ann­ars játn­ingum sem síðar voru dregnar til baka. Talið er að játningarnar hafi verið fengnar fram með pynt­ing­um. Þá hafa rannsóknaraðferðir lögreglunnar verið gagnrýndar.

Sævar Ciesi­elski var dæmdur í sautján ára fang­elsi og Krist­ján Viðar Við­ars­son í sextán ára, Tryggvi Rúnar Leifs­son var dæmdur í þrettán ára fang­elsi og Guð­jón Skarp­héð­ins­son í tíu ára fang­elsi. Erla Bolla­dóttir var dæmd í þriggja ára fang­elsi og Albert Klahn Skafta­son í árs fang­elsi.

Endurupptökunefnd féllst í febrúar á síðasta ári að dómur Hæstaréttar frá árinu 1980 skyldi tekin upp er varðaði fimm sakborninga af sex. Endurupptökubeiðni Erlu Bolladóttur var hafnað.

Hvað gerist næst?

Erla hefur kært niðurstöðu endurupptökunefndar. Hún var ekki sakfelld fyrir hvarf og morð á Guðmundi og Geirfinni heldur fyrir meinsæri.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing