Auglýsing

Örskýring: Guðni Th. Jóhannesson kjörinn forseti Íslands

Um hvað snýst málið?

Guðni Th. Jóhannesson hefur verið kjörinn forseti Íslands. Hann verður sjötti forseti lýðveldisins en Ólafur Ragnar Grímsson, Vigdís Finnbogadóttir, Kristján Eldjárn, Ásgeir Ásgeirsson og Sveinn Björnsson gengdu embættinu á undan honum.

Hvað er búið að gerast?

Guðni hlaut 39,08 prósent atkvæða í forsetakosningunum. 71.356 Íslendingar kusu Guðna.

Guðni er fæddur árið 1968 og á afmæli í dag, 26. júní. Hann er með doktorspróf í sagnfræði og starfaði sem háskólakennari. Hann er kvæntur Elizu Reid og eiga þau saman fjögur börn. Frá fyrra hjónabandi á Guðni eina dóttur.

Hann sér fram á annasama tíð fyrstu mánuðina í embætti og sagði í samtali við RÚV að erfitt kunni að verða að mynda meirihlutastjórn á Alþingi eftir kosningar í haust.

Mér líður mjög vel, alveg einstaklega vel. Við náðum settu marki og ný hefst nýr kafli. Hann verður ekki síður viðburðarríkur og skemmtilegur og ögrandi og krefjandi og þessi kosningabarátta hefur verið.

Hvað gerist næst?

Svokölluð hylling verður fyrir utan heimili hans á Seltjarnarnesi klukkan fjögur í dag.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing