Auglýsing

Örskýring: Ha? Af hverju gengur dæmdur nauðgari laus skömmu eftir fimm ára dóm?

Um hvað snýst málið?

Eiríkur Fannar Traustason, sem hlaut fimm ára fangelsi í Hæstarétti í sumar fyrir hrottalega nauðgun í Hrísey síðasta sumar, var sleppt úr fangelsi fyrr í mánuðinum í mannúðarskyni vegna alvarlegra veikinda í fjölskyldu hans.

Athygli hefur vakið að Eiríkur er hvorki með ökklaband né fylgd.

Héraðssaksóknari rannskar kæru fjórtán ára stúlku sem lögð var fram í sumar. Hún segir Eirík hafa brotið kynferðislega gegn sér yfir nokkurra mánuða tímabil í Hrísey síðasta sumar.

Hvað er búið að gerast?

Dómur Hæstaréttar yfir Eiríki féll í júní. Hann var sakfelldur fyrir að hafa nauðgað sautján ára franskri stúlku í tjaldi. Dómari mat brot Eiríks mjög alvarlegt. Hann beitti stúlkuna mjög grófu ofbeldi, hótaði henni og reyndi að hafa við hana samfarir.

Þegar dómurinn féll hafði hann setið í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna frá því í nóvember 2015 vegna málsins.

RÚV greindi frá því á miðvikudag að Eiríkur gengi laus og hann væri til rannsóknar vegna annarrar kynferðisbrotakæru.

Samkvæmt 61. grein laga um fullnustu refsinga getur forstöðumaður fangelsis veitt fanga skammtímaleyfi til dvalar utan fangelsis í þeim tilgangi að heimsækja náinn ættingja eða annan nákominn í fjölskyldu fanga sem er alvarlega sjúkur. Slíkt leyfi skal vera átta klukkutímar að hámarki. Lengja má tímann ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi.

Eiríkur og kærasta hans eignuðust tvíburara í lok september. Þeir komu í heiminn fyrir tímann og hefur annar þeirra barist fyrir lífi sínu síðustu vikur.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing