Um hvað snýst málið?
Íslendingnum Meisam Rafiei var vísað úr flugvél á Keflavíkurflugvelli sem var á leið til Bandaríkjanna.
Hann er einnig íranskur ríkisborgari og því einn þeirra sem mega ekki koma til Bandaríkjanna næstu mánuði.
Hvað er búið að gerast?
Donald Trump skrifaði undir tilskipun sem kemur í veg fyrir að íbúar sjö landa geti komið til Bandaríkjanna. Fæðingarland Meisam, Íran, er eitt þeirra.
Tilskipunin er leið Bandaríkjaforseta og ríkisstjórn hans til að setja reglu með einu pennastriki. Þannig getur forsetinn gert það sem hann vill, jafnvel þó að þingið vilji annað.
Meisam ætlaði til Bandaríkjanna til að keppa US Open-mótinu í taekwondo.
Bandarísk yfirvöld veittu upphaflega leyfi fyrir að hann ferðaðist til landsins og var honum sagt að íslenska vegabréfið myndi duga.
Eftir að hann var kominn út í flugvél barst flugfélaginu bréf frá yfirvöldum í Bandaríkjunum þar sem fram kom að Meisam mætti ekki koma til landsins.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld líti mál Meisam mjög alvarlegum augum.
Hvað gerist næst?
Íslensk stjórnvöld ætla að lýsa yfir óánægju sinni með ákvörðun bandarískra stjórnvalda um að banna Meisan að koma til Bandaríkjanna.
Tilskipun Trump og ríkisstjórnar hans gildir í tæplega 120 daga í viðbót.
Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.