Auglýsing

Örskýring: Hafa lífeyrissjóðirnir tapað skrilljón milljörðum á fjárfestingu sinni í Högum?

Um hvað snýst málið?

Stærstu lífeyrissjóðir landsins eiga rúmlega þriðjungshlut í Högum. Eftir að Costco opnaði hefur markaðsvirði Haga lækkað mikið og fólk hefur skiljanlega áhyggjur af fjárfestingu sjóðanna. En hafa lífeyrissjóðirnir tapað á fjárfestingu sinni í Högum? Svarið er nei.

Hvað er búið að gerast?

Um 18,6 milljarðar króna af markaðsvirði smásölurisans Haga hafa þurrkast út frá því að Costco opnaði í maí. Hagar reka meðal annars Bónus, Hagkaup, Zara, Útilíf, Banana ehf, Aðföng og Ferskar kjötvörur.

Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður verslunarmanna eiga samtals rúmlega þriðjungshlut í Högum. Um er að ræða þrjá stærstu lífeyrissjóði landsins. Þeir keyptu hins vegar stærstan hluta bréfa sinna þegar gengi Haga var mun lægra en það er í dag.

Í fréttaskýringu Kjarnans er það útskýrt að lífeyrissjóðir landsins hafi ekki tapað á fjárfestingu sinni í Högum. Markaðsvirði eignar þeirra hefur dregist saman á undanförnum mánuðum en engu að síður myndu sjóðirnir hagnast mjög mikið á fjárfestingu sinni ef þeir myndu selja bréf sín í dag.

Hvað gerist næst?

H&M opnar 26. ágúst. Það gæti haft einhver áhrif.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing