Auglýsing

Örskýring: Hinseginfræðsla í Hafnarfirði

Um hvað snýst málið?

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt tillögu um að efla hinseginfræðslu í grunnskólum bæjarins.

Í greinargerð tillögunnar kemur fram að rannsókn framkvæmd í Noregi hafi leit í ljós að hlutfall hinsegin ungmenna sem hafa reynt sjálfsvíg er þrisvar til fjórum sinnum hærra en hlutfall annarra ungmenna.

Þá kemur fram að lokaverkefni Örnu Arinbjarnardóttur til BA-gráðu í félagsráðgjöf leiði í ljós að hinsegin ungmenni upplifi skort á upplýsingum, umræðu og fyrirmyndum og eiga í erfiðleikum með að þróa jákvæða sjálfsmynd.

Hvað er búið að gerast?

Gylfi Ægisson stofnaði Facebook-síðuna Barnaskjól til að „stöðva innrætingu Samtakanna ’78 á skólabörnum.“

María Rut Krist­ins­dótt­ir, vara­formaður Sam­tak­anna 78, segir í umfjöllun mbl.is að eina sem Sam­tök­in vilji fræða fólk vegna þess að kyn­hneigð, kyn­vit­und og/​eða kyn­ein­kenni er eitt­hvað sem maður stjórn­ar ekki.

Þá hafa fjölmörgir notað kassamerkið #verndumbörnin á Twitter til að lýsa yfir stuðningi við fræðsluna og/eða segja eigin reynslusögur.

Hvað gerist næst? 

Lagt er til að Hafnarfjarðarbær geri samstarfssamning við Samtökin ’78 um þróun námsefnis fyrir öll stig grunnskóla og að sérfræðingar Samtakanna haldi námskeið fyrir alla starfsmenn grunnskóla Hafnarfjarðar.

Þá yrði nemendum í unglingadeildum grunnskóla gert kleift að sækja einstaklingsráðgjöf hjá sérfræðingum Samtakanna án endurgjalds.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing