Auglýsing

Örskýring: Hvað er að gerast í Charlottesville?

Um hvað snýst málið?

Hópur af rasistum, nýnasistum og þjóðernissinnum komu saman í bænum Charlottesville í Virginíu í gær til að mótmæla því að styttu af Robert E. Lee, sem var bandarískur hershöfðingi í Þrælastríðinu, verði fjarlægð.

Þrælastríðið stóð yfir frá 1861 til 1865. Lee barðist fyrir Suðurríkjasambandið sem var á móti því að þrælahald yrði afnumið í Bandaríkjunum.

Hvað er búið að gerast?

Samkoman leystist upp í slagsmál milli hópsins og mótmælenda sem skilgreina sig sem andstæðinga fasista og baráttufólk gegn lögregluofbeldi gegn blökkufólki. Óeirðalögregla skarst í leikinn og tvístraði hópnum. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í borginni.

Tvítugur karlmaður ók niður mótmælendur í göngugötu með þeim afleiðingum að 32 ára gömul kona lést og 19 slösuðust, sumir alvarlega. Þá létust tveir lögreglumenn þegar þyrla sem þeir notuðu við eftirlitsstörf hrapaði rétt hjá samkomustað öfgahreyfinganna. 

David Duke, fyrrverandi leiðtogi Ku Klux Klan, sagði í gær að hópurinn ætlaði að „uppfylla loforð Donalds Trump“ um að „endurheimta landið okkar“. 

Trump hefur ekki viljð fordæma hópinn sérstaklega en hann tjáði sig um atburðina í gær. Fyrir það hefur Trump sætt harðri gagnrýni meðal annars frá flokksbræðrum sínu í Repúblikanaflokknum.

Rík­is­stjóri Virg­in­íu, Terry McAulif­fe fordæmdi aðgerðir þjóðernissinnana á blaðamannafundi vill þá burt úr fylkinu. „Ég er með skila­boð til allra hvítu þjóðern­is­sinn­anna og nas­ist­anna sem komu til Char­lottesville í dag. Skila­boð okk­ar eru skýr: Farið heim,“ sagði Terry

Hvað gerist næst?

Margir stjórmálamenn hafa stigið fram og gagnrýnt Donald Trump og sagt að það sé hans að stöðva þjóðernissinnana. Einn þeirra er Michael Signer, borgarstjóri Charlottesville, en hann hvatti Trump til að gera eitthvað í málinu í viðtali við á NBC. „Fólk er að deyja og ég tel að nú sé það á ábyrgð forsetans og okkar allra að segja „nú er nóg komið.“

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing