Auglýsing

Örskýring: Hvað er málið með þessa bónusa í gömlu bönkunum sem allir eru að tala um?

Um hvað snýst málið?

Bónusar eignarhaldsfélaga gömlu bankanna hafa verið til umræðu undanfarna daga. Um tvö mál er að ræða: Bónusa Kaupþings og bónusa gamla Landbankans.

Félögin halda utan um eignir gömlu bankanna. Bónusarnir sem eru til umræðu í dag snerta ekki Landsbankann og Arion banka, sem eru í viðskiptum við íslenskan almenning.

Hvað er búið að gerast?

DV greindi frá því að þrír stjórnarmenn og framkvæmdastjóri gamla Landsbankans (LBI) fái hver um sig samtals mörg hundruð milljónir króna í bónusgreiðslur á næstu árum, eftir að málið var samþykkt á aðalfundi LBI í apríl.

Þá stendur til að Kaupþing greiði starfsfólki og tilteknnum verktökum samtals tæplega 1.500 milljónir króna í bónus sem verður greiddur út ekki síðar en í lok apríl 2018.

DV greindi frá því að fjöldi starfsmanna Kaupþings sem getur átt rétt á því að fá bónus verði um 20 manns og að í sumum tilfellum gætu tilteknir starfsmenn fengið um og yfir 100 milljónir króna á mann.

Helstu eigendur Kaupþings eru bandarísku vogunarsjóðirnir Taconic Capital, Abrams Capital og York Global. Stærstu hluthafar gamla Landsbankans eru bandarísku vogunarsjóðirnir Anchorage Capital og Davidson Kempner.

Hvað gerist næst?

Bónusarnir voru til umræðu á Alþingi. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokks, lagði til  að sett yrðu lög um að skattur á bónusa væri 90 til 98 prósent. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingar, lagði einnig til háa skattlagningu og bónusgreiðslurnar.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing