Auglýsing

Örskýring: Hinn maðurinn handtekinn eftir skotárás í Breiðholti

Uppfært kl. 11.21: Hinn maðurinn sem er grunaður um aðild að skotárásinni hefur verið handtekinn. Annar maður sem er einnig grunaður um aðild var handtekinn aðfaranótt laugardags og hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald.

Um hvað snýst málið?

Fjölmennt lið lögreglu var sent í Breiðholt í gærkvöldi eftir að vitni heyrðu skothvelli í hverfinu.

Hvað er búið að gerast?

Samkvæmt mbl.is telur lögreglan sig vita hverjir hleyptu af skotum.

Stór hópur karlmanna, um 30 til 50 manns, safnaðist saman fyrir utan söluskálann í Iðufelli. Átök brutust út og RÚV greinir frá því að einn mannanna hafi dregið upp afsagaða haglabyssu og skotið í átt að bíl með þeim afleiðingum að rúða í bílnum mölbrotnaði.

Bílnum var þá ekið á brott í skyndi og hópurinn tvístraðist.

Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að átta almennir lögreglumenn hafi borið vopn í aðgerðum lögreglunnar og að um 30 lögreglumenn og sérsveitarmenn hafi verið við störf í Breiðholti.

Margeir segir á vef RÚV að engin glerbrot hafi fundist á vettvangi þar sem búið hafi verið að þrífa þau upp þegar lögregla kom á vettvang. Hann segir að fjöldi fólks hafi orðið vitni að atburðarrásinni og þeim beri öllum saman um að skotum hafi verið hleypt af.

Í yfirlýsingu lögreglu kemur fram að hún telur atvikið tengjast deilum innan þröngs hóps og beindist ekki að almenningi.

Hvað gerist næst?

Karl og kona eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn er talinn vera annar tveggja sem stóðu að skotárásinni. Hins er enn leitað.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing