Auglýsing

Örskýring: Hvað kom eiginlega út úr viðræðum Pírata við fjóra stjórnmálaflokka um samstarf?

Um hvað snýst málið?

Píratar, Vinstri græn, Björt framtíð og Samfylkingin kynntu í dag niðurstöður viðræðna síðustu daga vegna hugsanlegs samstarf flokkanna eftir Alþingiskosningar.

Hvað er búið að gerast?

Píratar buðu Vinstri grænum, Samfylkingunni, Bjarti framtíð og Viðreisn að hefja strax formlega viðræður um ríkisstjórnarsamstarf 16. október.

Allir flokkarnir nema Viðreisn þáðu boðið og hafa fundað með Pírötum að undanförnu.

Píratar setja þau skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi að kjörtímabilið verði styttra en þrjú og hálft ár.

Hvorki Óttarri Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, né Oddnýju Harðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, hugnast hugmynd Pírata.

Í yfirlýsingu sem flokkarnir fjórir sendu frá sér í dag segir að flokkarnir telji fulla ástæðu til að kanna möguleika á myndun meirihlutastjórnar ef þeir fá umboð til þess í kosningunum.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að ekki sé búið að leggja drög að stjórnarsáttmála eða skiptingu ráðuneyta.

Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, sagði að Píratar yrðu sveigjanlegir í viðræðum, meðal annars þegar kemur að stjórnarskrármálinu og kröfunni um stutt kjörtímabil.

Hvað gerist næst?

Björt framtíð hefur boðað til blaðamannafundar kl. 14 í dag en þar ætlar flokkurinn að skýra línur eftir fund flokkanna fjögurra.

Gengið verður til Alþingiskosninga á laugardaginn, 29. október.

Eftir að niðurstöður liggja fyrir felur forseti Íslands þeim formanni stjórnmálaflokks sem hann telur líklegastan til að geta myndað ríkisstjórn umboð.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing