Auglýsing

Örskýring: Hvað sprengdi ríkisstjórnarsamstarfið, af hverju og hvað gerist næst?

Um hvað snýst málið?

Stjórn Bjartrar framtíðar hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfinu eftir að í ljós kom að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra héldu upplýsingum frá samstarfsflokkum sínum.

Hvað er búið að gerast?

Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð kynntu ríkisstjórn sína 10. janúar.

Hjalti Sigurjón Hauksson fékk uppreist æru í fyrrahaust. Hann hann fékk fimm og hálfs árs dóm árið 2004 fyrir að beita stjúpdóttur sína grófu kynferðislegu ofbeldi um árabil. Í gær kom í ljós að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, veitti Hjalta meðmæli vegna umsóknar um að fá uppreista æru í fyrra.

Sigríður Andersen sagði svo frá því fréttum í gær að hún hafi sagt Bjarna frá meðmælabréfi föður síns í júlí. Þau greindu samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn ekki frá þessu. Þannig voru þau að vinna í eigin hagsmunum frekar en almannahag að mati stjórnar Bjartrar framtíðar, sem ákvað því að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Þá telur stjórn Bjartrar framtíðar að um trúnaðarbrest sé að ræða.

Hvað gerist næst?

Þingflokkur Viðreisnar kallar eftir því að það verði kosið sem fyrst. Ef enginn annar flokkur gengur inn í ríkisstjórnarsamstarfið verður boðað til kosninga.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing