Auglýsing

Örskýring: Hvað var Conor McGregor að brasa og af hverju er búið að handtaka hann

Um hvað snýst málið?

Írski bardagakappinn og mótormunnurinn Conor McGregor gekk berserksgang í Barclays Center í Brooklyn í gær áður en hann stakk af. Eftir að handtökuskipun var gefin út gaf hann sig fram við lögreglu og situr nú í fangelsi. Sjáðu myndband af látunum í spilaranum hér að ofan.

Hvað er búið að gerast?

Conor McGregor mætti óvænt til New York í gær til að fylgjast með UFC 223 og styðja vin sinn Artem Lobov sem lenti í útistöðum við Rússann Khabib Nurmagomedov á þriðjudag. Conor er sagður hafa reiðst mikið við að sjá Khabib og hans menn ögra Lobov.

Þegar á staðinn var komið kom til mikilla átaka sem endaði með því að Conor kastaði tryllu í gegnum rúðu á rútu þar sem Khabib Nurmagomedov og hans menn héldu til. Við það fengu tveir keppendur glerbrot í andlitið og skurð. Hvorugur þeirra getur barist um helgina.

Eftir lætin var handtökuskipun gefin út á hendur Conor sem síðar gaf sig fram. Þá hefur UFC meinað Lobov að berjast á morgun.

Hvað gerist næst?

Málið mun draga dilk á eftir sér en Conor á von á fjölda kæra. Talið er líklegt að honum verði sleppt úr haldi síðar í dag en honum hefur verið meinað að mæta á bardagakvöldið annað kvöld. Þá herma heimildir að sambandið íhugi það alvarlega að reka hann úr UFC. 

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing