Auglýsing

Örskýring: Hvaða fræga fólk er á landinu?

Um hvað snýst málið?

Ísland er vinsæll áfangastaður fyrir frægt fólk. Hjónin David og Victoria Beckham komu til landsins í vikunni. Rétt eins og athafnamaðurinn Dan Bilzerian og Hollywood-leikarinn Owen Wilson.

Hvað er búið að gerast?

David og Victoria Beckham komu til landsins á fimmtudaginn. Gestgjafar þeirra eru hjónin Björgólfur Thor Björgólfsson og Kristín Ólafsdóttir. Eftir því sem Nútíminn kemst næst þá þekkjast þau vegna þess að börn þeirra ganga í sama skóla.

Þau fengu einkatónleika í Þríhnúkagíg ásamt sonum sínum tveimur, Brooklyn og Romeo á föstudag. Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar Guðmundsson, meðlimir í Hjaltalín, spiluðu í gígnum.

Milljónamæringurinn Dan Bilzerian lenti einnig á landinu á fimmtudag og hefur ferðast víða. Hann er frægastur fyrir Instagram-síðu sína þar sem hann birtir aðallega myndir af sjálfum sér ásamt fáklæddum konum.

Owen Wilson lenti á landinu á föstudag og sást djamma á Danska barnum og Vegamótum aðfaranótt laugardags. Samkvæmt mbl.is ætlar hann að hitta foreldra sína sem eru staddir á landinu. Wilson er þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanmyndum á borð við Wedding Crashers og Zoolander.

Hvað gerist næst?

Ætli þau endi ekki bara heima hjá sér?

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing