Auglýsing

Örskýring: Hvernig ætla stjórnvöld að auðvelda fólki að kaupa fyrstu íbúðina sína?

Um hvað snýst málið?

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu í dag aðgerðir sem eiga að gera fasteignakaup auðveldari og afborganir léttari fyrir fólk sem er að kaupa fyrstu íbúðina sína.

Hvað er búið að gerast?

Á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytisins kemur fram að hlutfall ungs fólks á leigumarkaði hafi verið úr 12% í 31% á árunum 2005 til 2014. Fólk á aldrinum 25 til 29 ára er mun líklegra til að búa í foreldrahúsum nú en fyrir áratug.

Þá kemur fram að eftirspurn eftir minni íbúðum hafi aukist mikið á undanförnum árum með tilheyrandi verðhækkun húsnæðis. Minnstu eignirnar hafa hækkað hlutfallslega mest og rúmlega tvöfalt meira en sérbýli frá árinu 2009.

Fólk getur valið milli þriggja leiða til að nota séreignarsparnað skattfrjálst við kaup á fyrstu íbúðinni sinni:

  • Taka út uppsafnaðan séreignarsparnað og nota til að kaupa íbúð.
  • Leggja uppsafnaðan séreignarsparnað inn á höfuðstól láns sem hefur þegar verið tekið.
  • Nota séreignarsparnað sem afborganir inn á óverðtryggt lán.

Hvað gerist næst?

Úrræðin standa öllum til boða sem greiða eða munu greiða í séreignarsparnað og hafa ekki átt íbúð áður.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing