Auglýsing

Örskýring: Hvers vegna eru Tyrkir brjálaðir út af uppþvottabursta?

Um hvað snýst málið?

Tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta lenti á Keflavíkurflugvelli í gær vegna landsleiks sem fer fram á morgun. Tyrkirnir voru ekki sáttir við hert vegabréfaeftirlit og öryggisleit á flugvellinu en ekki bætti úr skák þegar „óprúttinn aðili” stakk sér á milli fréttamanna og otaði uppþvottabursta að landsliðsmanninum Emre Belozoglu.

Sjá einnig:  Tyrkir hafa kvartað formlega við íslensk stjórnvöld vegna móttökunnar sem landsliðið fékk

Hatursskilaboðum hefur rignt yfir Íslendinga, sérstaklega karlmenn, á Twitter í gær og í dag. Margir íþróttafréttamenn og þjóðþekktir einstaklingar hafa þurft að tvíta út yfirlýsingum að þeir séu ekki maðurinn dularfulli með uppþvottaburstann.

Ástæða þess að Tyrkir reiðast svo yfir annars saklausum hrekk, er vegna þess að sambærilegir burstar eins og sjást í myndbandinu eru nefndir á ensku „Turk’s Head Brush” og er orðið notað yfir Tyrki í rasískum, niðrandi tilgangi

Sökudólgurinn er enn ekki fundinn og ekki er vitað hvort hann hafi verið Íslendingur eða ferðamaður. Tyrkir ausa úr skálum reiðar sinnar undir myllumerkinu #TurksAreComingForIceland á Twitter.

Tyrkneska utanríkisráðuneytið hefur sent formlega kvörtun vegna framkomunnar á Keflavíkurflugvelli og uppþvottabursta-uppákomunnar og hafa óskað eftir hertri öryggisgæslu á leiknum. Óvíst er hvort hafi verið um saklaust grín eða vísvitandi kynþáttamismunun að ræða.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Sjá einnig: Íslendingar á Twitter tjá sig um uppþvottaburstamálið: „Verður varla leyst nema í næstu Eurovision-keppni“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing