Auglýsing

Örskýring: Illugi Gunnarsson og Orka Energy

Um hvað snýst málið?

Haukur Harðarson, stjórnarformaður fyrirtækisins Orku Energy, keypti íbúð af Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra, í fyrrasumar og leigði honum hana síðan aftur. Illugi var þegar orðinn ráðherra þegar hann seldi íbúðina eftir að hann lenti í fjárhagsörðugleikum.

Hvað er búið að gerast?

Illugi tók Hauk með í opinbera heimsókn til Kína í mars 2015. Orka Energy stundar umfangsmikla jarðvarmastarfsemi þar í landi. Á Kjarnanum kemur fram að allir sem hafa gert viðskipti í Kína viti hversu margar dyr það getur opnað að sýna fram á tengsl við ráðamenn.

Illugi liggur því undir ámæli um að hafa opnað dyr fyrir Hauk og fyrirtæki hans í Kína í krafti embættis síns.

Illugi vann ráðgjafarstörf fyrir Orku Energy meðan hann var utan þings árið 2011. Stundin greindi frá því að Illugi hafi fengið þriggja milljóna króna lán frá Orku Energy árið 2011 eða 2012.

Fimm ritstjórnir hafa á síðustu mánuðum reynt að fá Illuga til að svara spurningum um málið án árangurs. Illugi svaraði spurningum fréttamanns RÚV í dag og sagðist ekki hafa íhugað afsögn. Hann sagði að ekki hafi verið sýnt fram á að hann hafi veitt Orku Energy óeðlilega fyrirgreiðslu.

Hvað gerist næst?

Illugi svarar spurningum um málið í Fréttablaðinu.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing