Auglýsing

Örskýring: Ísland ekki lengur í viðræðum um aðild að ESB

Um hvað snýst málið?

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur tilkynnt Evrópusambandinu að Ísland sé ekki lengur í viðræðum um aðild að sambandinu.

Hvað er búið að gerast?

Á Kjarnanum kemur fram að utanríkismálanefnd hafi ekki fjallað um málið og að engin þingsályktunartillaga hafi verið lögð fram um að hætta viðræðunum á þessu þingi.

Gunnar Bragi afhenti formanni ESB, sem er utanríkisráðherra Lettlands, bréf um málið. Hann sagði í samtali við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, fréttamann RÚV, að fundurinn hafi verið mjög góður, báðir aðilar hefðu skilning á þessari stöðu og þetta hefði verið leið sem væri eðlileg.

Þeir þekkja allt ferlið sem hefur verið í gangi á Íslandi. Umsóknin er lögð til hliðar og við verðum ekki lengur merkt sem umsóknarríki hjá ESB.

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir að þessa ákvörðun verði að leggja fyrir Alþingi.

Þúsundir mótmæltu í febrúar og mars  í fyrra í kjölfar þess að Gunnar Bragi lagði fram tillögu um að slíta viðræðum við Evrópusambandið. Tillagan fór í nefnd og var lögð til hliðar.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, sagði á Alþingi þann 20. janúar að hann gerði ráð fyrir því að ný tillaga yrði lögð fram innan fárra daga.

Hvað gerist næst? 

Boðað hefur verið til mótmæla.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing