Auglýsing

Örskýring: Jarðskjálfti í Nepal

Um hvað snýst málið?

Jarðskjálfti upp á 7,9 á richter á 15 kíló­metra dýpi skók Nepal og olli mikl­um skemmd­um í höfuðborg­inni Kat­mandú. Fjölda­mörg heim­ili og aðrar bygg­ing­ar hafa hrunið og veg­ir hafa farið í tvennt vegna skjálft­ans.

Nú er talið að rúm­lega 1.200 manns séu látn­ir eft­ir skjálft­ann. Fjöldi fólks lét lífið í Indlandi og Kína og björg­un­araðgerðir standa yfir. Tala lát­inna gæti átt eft­ir að hækka mikið.

Hvað er búið að gerast?

Gríðarlega mik­il eyðilegg­ing er í höfuðborg­inni Kat­mandú og var turn­inn Dhara­hara meðal bygg­inga sem hrundu í skjálft­an­um. Turn­inn var níu hæðir og byggður á nítj­ándu öld.

Snjóflóð féll í grunn­búðum Ev­erest og eru að minnsta kosti tíu látn­ir. Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir, Ingólf­ur Ax­els­son og fjög­ur ís­lensk ung­menn á svæðinu eru óhult.

Hvað gerist næst? 

Lof­orð um aðstoð hafa borist frá mörg­um lönd­um heims

Rauði krossinn á Íslandi hefur lagt fimm milljónir króna til hjálparstarfsins í Nepal. Styrkið Rauða krossinn með því að hringja í 904-1500 (framlag: 1.500 kr), 904-2500 (framlag 2.500 kr) eða 904-5500 (framlag 5.500 kr). Einnig er hægt að leggja fé inn á reikning Rauða krossins 0342-26-12, kt. 530269-2649.

Þá er hægt að senda smsið unicef í númerið 1900 til að gefa 1.500 krónur til neyðaraðgerða Unicef í Nepal.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing