Auglýsing

Örskýring: Leigubílaþjónustan Uber á Íslandi

Um hvað snýst málið?

Nægi­lega mörg­um und­ir­skrift­um hefur verið safnað á vefsíðu leigu­bílaþjón­ust­unn­ar Uber til þess að fyr­ir­tækið geti hafið starf­semi í Reykja­vík. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá málinu.

Uber á enga bíla og eng­ir bílstjórar starfa hjá fyr­ir­tæk­inu. Fyr­ir­tækið tengir farþega og al­menna öku­menn sam­an í gegn­um app. Þar er hægt að panta bíl, fylgjast með staðsetningu hans og ganga frá greiðslu.

Fyr­ir­tækið vex hratt og er nú hægt er að nálg­ast þjón­ust­una í fleiri en 250 borg­um um all­an heim.

Hvað er búið að gerast?

Nú er nú hægt að skrá sig sem bíl­stjóra í Reykjavík á vef Uber.

Ástgeir Þor­steins­son, formaður bif­reiðastjóra­fé­lags­ins Frama, segir í samtali við mbl.is að fyr­ir­komu­lagið fari gegn gild­andi lög­um:

Það gilda hér ákveðin lög um leigu­bif­reiðar og það er ekk­ert hægt að fjölga þeim ef manni dett­ur í hug en þá er spurn­ing hvort þetta fari út í ólög­lega starf­semi.

Hvað gerist næst?

Þór­hild­ur El­ín­ar­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Sam­göngu­stofu, segir í frétt mbl.is að ekki sé gert ráð fyr­ir þjón­ustu sem Uber sam­kvæmt nú­gild­andi lög­um, nema að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­um.

„Lög­in snú­ast um leyf­is­skyld­an at­vinnuakst­ur þar sem bæði leigu­bíla­stöð og bíl­stjóri þurfa að upp­fylla til­tek­in skil­yrði og hafa fengið út­hlutuðu leyfi,“ seg­ir hún.

Uber er nú starf­andi í 52 lönd­um og þar á meðal hinum Norður­lönd­un­um.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing